VSK-reikningur

Eins og nafnið gefur til kynna er VSK-reikningurinn sérstaklega hugsaður til að halda utan um þá fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt annan hvern mánuð. Þetta á að gera fyrirtækjum og sjálfstæðum atvinnurekendum kleift að halda þeirri fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt aðskildri frá öðrum rekstri fram að gjalddaga.

Fyrir utan að einfalda allt bókhald eru helstu kostirnir að reikningurinn ber háa vexti og er alltaf laus til útborgunar í kringum VSK-gjalddaga, þ.e. upphæðin ávaxtast á milli gjalddaga og innstæðan er fyrir hendi þegar greiða á virðisaukaskattinn.

Helstu kostir VSK-reiknings

  • Há ávöxtun
  • Án lágmarksinnstæðu
  • Timabilsbundinn reikningur
  • Laus í 7 daga kringum VSK-gjalddaga
  • Óverðtryggður

Vextir