Tékkareikningur

Flest fyrirtæki þurfa tékkareikning. Þægilegt er að fylgjast með hreyfingum á tékkareikningum því hægt er að nálgast yfirlit daglega, t.d. í Heimbankanum.

Tékkareikningur ber dagvextir og eru vextir reiknaðir af lægstu innistæðu hvers dags. Einnig er hægt að fá yfirdráttarheimild á tékkareikning og er upphæð hennar samkomulagsatriði.

Hægt er fá debetkort tengd tékkareikningum.

Debetkortið má nota:

  • Sem staðgreiðslukort í viðskiptum
  • Til úttekta og greiðslu reikninga í sparisjóðum og bönkum
  • Sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum
  • Í öllum hraðbönkum
  • Sem persónuskilríki

Ef þú þart nánari upplýsingar um tékkareikning getur þú haft samband við næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins.