Ávöxtun

Sparisjóðurinn býður upp á margs konar innlánsreikninga, bæði verðtryggða og óverðtryggða sem og lausa eða bundna. Þjónustufulltrúar sparisjóðsins veita þér aðstoð og upplýsingar til að finna þann sem hentar best.

Áskriftarreikningur

Áskriftarreikningur er bundinn, verðtryggður reikningur sem hentar vel fyrir þá sem vilja njóta góðrar ávöxtunar og hentar sérlega vel fyrir skipulagðan sparnað. Upphæðin er bundin til 60 mánaða og er öll upphæðin laus í 1 mánuð að þeim tíma loknum. Að innlausnartímabili loknu binst innstæðan á ný og verður frá því uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara. Með áskriftarreikning tryggir þú þér góða ávöxtun og með verðtryggingu er sparnaðurinn tryggður gegn verðbólgu og þannig býður reikningurinn upp á stöðugleika í ávöxtun langtímasparnaðar.

Bakhjarl

Bakhjarl er bundinn, verðtryggður reikningur sem hentar vel fyrir þá sem vilja njóta góðrar ávöxtunar og binda upphæð sína í ákveðinn tíma. Hver innborgun á bakhjarli getur verið bundin til 36, 48 eða 60 mánaða og er laus í einn mánuð að þeim tíma loknum og síðan aftur bundin en uppsegjanleg með þriggja mánaða fyrirvara. Með bakhjarli tryggir þú þér góða ávöxtun og með verðtryggingu er sparnaðurinn tryggður gegn verðbólgu og þannig býður reikningurinn upp á stöðugleika í ávöxtun langtímasparnaðar. 

Tromp

Tromp reikningur er laus óverðtryggður reikningur. Vextir leggjast við einu sinni á ári í desemberlok.

Vaxtaviðbót

Vaxtaviðbót Sparisjóðsins er óverðtryggður innlánsreikningur fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja auðvelda og örugga ávöxtun. Sérstaða vaxtaviðbótar felst í háum vöxtum, engum binditíma höfuðstóls og möguleika á vaxtavöxtum. 

  • Vextir eru reiknaðir mánaðarlega og eru þá lausir til ráðstöfunar.
  • Höfuðstóllinn er alltaf laus.
  • Engin lámarks innistæða er á reikningnum.
  • Vextir er breytilegir eftir innistæðu, en fimm vaxtaþrep eru á reikningnum.

Veltureikningur

Veltureikningar eru óbundnir og óverðtryggðir reikningar sem hægt er að fá debitkort á fyrir prókúruhafa reikningsins. Útlán eru háð lánareglum sparisjóðsins.

Viðskiptakort sparisjóðsins:

  • Snertilausar greiðslur
    • Hægt er að greiða með því að leggja kortið að posum sem eru með snertilausa merkið.
    • Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 4.999 kr.
    • Samtals geta þær mest farið í 10.500 kr. og þá kallar kortið eftir að nota örgjörva og PIN. Því miður svara sumir posar með „Notið annað kort“ en það þýðir samt að nota eigi örgjörvann.
    • Færslur eru einnig taldar þannig að hægt er að gera fimm snertilausar færslur en í sjötta skiptið þarf að nota örgjörvann og PIN.
  • Greiðslur á netinu
    • Þar sem debitkortin eru með 16 stafa kortanúmer og þriggja stafa öryggisnúmer er hægt að nota þau til að greiða á þeim stöðum sem taka við debetkortagreiðslum á netinu.
  • Alþjóðlegt VISA kort
    • Debitkort sparisjóðsins er alþjóðlegt Visa kort sem fylgir nýjustu öryggisstöðlum og tekið er við því á mun fleiri stöðum en eldri debetkortum.
  • Vottun VISA
    • Til að auka öryggi korthafa í netviðskiptum hefur verið bætt inn upplýsingum í SMS skilaboð sem korthafi fær þegar hann verslar við fyrirtæki sem er með vottun Visa.
    • Í skilaboðunum er staðfestingarkóði (Secure Code) sem korthafi þarf að slá inn til að staðfesta viðskiptin. Auk þess hefur verið bætt inn upplýsingum um nafn söluaðila og fjárhæð viðskipta.

Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með gengistöflum kortafyrirtækja er varðar gengi á erlendum færslum.

VSK-reikningur

VSK-reikningurinn er óverðtryggður tímabilsbundinn reikningur sem er sérstaklega hugsaður til þess að halda utan um þá fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt á næsta gjalddaga. Þetta gerir fyrirtækjum og sjálfstæðum atvinnurekendum kleift að halda þeirri fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt aðskildri frá öðrum rekstri fram að gjalddaga. Fyrir utan að einfalda bókhaldið er helsti kosturinn að reikningurinn er alltaf laus til útborgunar í kringum VSK-gjalddaga, þ.e. upphæðin ávaxtast á milli gjalddaga og innistæðan er fyrir hendi þegar greiða á virðisaukaskattinn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?