Tromp

Ef þú vilt ekki binda sparifé þitt en njóta samt öruggrar ávöxtunar á sparifé henta tromp reikningar sérlega vel. Þú getur valið um þann binditíma sem hentar þér best og ávallt treyst því að sparifé þitt beri háa vexti.

Laus Tromp reikningur

Hentar þeim sem vilja nota sparireikning sem veltureikning eða launareikning. Reikningurinn er óverðtryggður og og enginn binditími en það fé sem liggur óhreyft innan mánaðar ber hærri vexti.

Bundnir Tromp reikningar

TROMP reikningar eru óverðtryggðir, bundnir reikningar í 12, 24, 36, 48 og 60 mánuði, sem bera háa vexti. Innistæða reikninganna er ávallt laus til úttektar gegn greiðslu úttektargjalds. Að loknum binditíma greiðist ekki úttektargjald.

Vextir leggjast við einu sinni á ári, í desemberlok, og eru þeir alltaf lausir til úttektar.

Vextir