Bakhjarl

Bakhjarl er bundinn, verðtryggður reikningur sem hentar vel þeim sem vilja njóta góðrar ávöxtunar.

Skipulagður sparnaður
Bakhjarl hentar sérlega vel fyrir skipulagðan sparnað, en geri fólk samning um að leggja fyrir á Bakhjarli getur öll upphæðin verið laus í lok samningstímans.

Mismunandi binditími
Hægt er að velja á milli þriggja ólíkra binditíma fyrir Bakhjarl (36, 48 eða 60 mánuði). Í hvert sinn sem lagt er inn á reikninginn binst sú fjárhæð í þann tíma sem upphaflega var valinn við stofnun Bakhjarls. Að binditíma loknum er fjárhæðin laus til útborgunar í einn mánuð en binst síðan aftur í fimm mánuði ef upphæðin er ekki tekin út.  

Góð ávöxtun
Bakhjarl hefur verið meðal þeirra innlánsreikninga sem hafa bestu ávöxtunina. Með Bakhjarli tryggir þú þér háa ávöxtun og mikið öryggi.

Vextir