Val á PIN númer

Gátlisti fyrir val á PIN-númeri


1.Veldu PIN-númer sem er ekki augljóst. Ekki nota afmælisdaga, hvorki þinn, barna þinna, maka né annarra náinna skyldmenna. Hugsaðu frekar um númer sem tengjast ekki merkum viðburðum í lífi þínu eða búsetu. Ekki falla í þá augljósu gryfju að geyma „lykilinn“ fyrir ofan dyrnar eða í pottinum við innganginn. Þú getur breytt PIN-númeri fyrir auðkenningu og undirskrift en PIN-númer fyrir greiðsluvirkni fylgir kortinu.


2.Ekki nota sama númerið fyrir greiðsluvirkni og auðkenningu. Greiðsluvirkni-PIN fylgir debet-kortinu og því er ekki hægt að breyta en þú þarft sjálf/ur að ákveða fjögra númera auðkenningar-PIN sem er einnig fjögur fyrstu númerin í sex númera undirskriftar-PIN.


3.Aldrei ljóstra upp PIN-númeri þínu við nokkurn mann. Það er meginregla, en alveg sérstaklega í þeim tilfellum þar sem þú getur ekki breytt númerinu sjálf/ur.


4.Aldrei senda PIN-númer þitt í tölvupósti eða gefa það upp í síma sama hve hart er gengið eftir því af einhverjum aðila sem óskar þess. Aðili sem óskar eftir PIN-númeri þínu hefur ekkert annað í huga en að blekkja þig, sama í hve góðum eða hagkvæmum tilgangi hann falast eftir því, ekki láta blekkjast.


5.Gættu þess að enginn sjái þegar þú slærð inn PIN-númer þitt, notaðu hina hendina, líkamann, blað, hvað sem er til skjóls. Það minnkar hættuna á að einhver sjái hvað þú slærð inn, athugaðu að utanáliggjandi njósnabúnaður getur líka „séð“ hvað hvað þú slærð inn.


6.Aldrei skrifa PIN-númerið á kortið eða geyma númerið með kortinu – aldrei! Ef þú þarft að skrifa það niður gerðu það þá t.d. í bók sem þú veist að þú getur gengið að vísri og á blaðsíðu sem þú manst örugglega eftir. Sumir nota einnig símaskrá farsímans sín til að fela PIN-númerið sitt sem hluta af símanúmeri undir einhverju nafni.


7.Ef þú ert með fleiri en eitt kort þá hafðu sérstakt PIN númer fyrir hvert kort.


8.Ef þú uppgötvar að kortið hefur týnst eða að því hefur verið stolið hafðu þá samband við útgáfuaðila kortsins eins fljótt og auðið er og láttu loka kortinu, bæði greiðsluvirkni þess og skilríkjum.


9.Ef þig grunar að einhver viti PIN-númer þitt þá skaltu breyta því eins fljótt og auðið er en ekki er hægt að breyta PIN-númeri greiðsluvirkni. Ef það er PIN-númer greiðsluvirkni sem þig grunar að einhver viti hafðu þá samband við útgáfuaðila kortsins og óskaðu eftir ráðleggingum hans hvað beri að gera.