Notkun

Auðkenning
Auðkenning með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Mörg fyrirtæki og stofnanir geta aukið þjónustu sína á netinu ef þau geta treyst því að viðskiptavinurinn sé sá sem hann segist vera. Rafræn skilríki skapa það traust.

Dæmi um notkun rafrænnar auðkenningar:

Netbankar Skattstjórinn - skattframtal Stjórnsýsla - samskipti við stjórnsýslu (t.d. rafræn Reykjavík) Háskólar - samskipti innan skóla Ýmsir þjónustuveitendur (t.d. símafyrirtæki, tryggingarfélög). Nánar um þjónustuveitur


Undirskrift
Undirskrift með rafrænum skilríkjum jafngildir hefðbundinni undirskrift. Rafræn undirskrift tengir upplýsingar við tiltekinn einstakling.

PIN-númer
PIN stendur fyrir "Personal Identification Number" og er 6 stafa lykilorð (PIN) sem skilríkjahafi velur sjálfur við afhendingu skilríkja. Mikilvægt er að velja PIN-númer sem ekki er auðtengjanlegt einstaklingnum. Sjá: skilriki.is

PIN-númerin sem fylgja rafrænum skilríkjum eru tvö:

PIN-númer til auðkenningar
(fyrstu 4 tölustafirnir) PIN-númer til undirskriftar
(allir 6 tölustafirnir) PUK-númer

PUK stendur fyrir Pin Unblocking Key og er opnunarlykill fyrir rafræn skilríki. Til þess að virkja rafrænu skilríkin og/eða breyta PIN-númeri þarf PUK-númer.

Áður en skilríkin eru tekin í notkun þarf að virkja þau. Það er gert við afhendingu debetkorts.

Viðskiptavinir Sparisjóðsins geta nálgast PUK-númer í Heimabankanum undir "Stillingar">"Rafræn skilríki"

Leita