Rafræn skilríki

Auðkenning í heimabanka með rafrænum skilríkjum

Í örgjövum nýútgefinna debetkorta og vefskilríkja frá Auðkenni, eru rafræn skilríki en með þeim er hægt að auðkenna sig með öruggum hætti á etinu og sem og í viðskiptum við Sparisjóðinn t.d. við innskráningu í Heimabanka. 

Vefskilríki eru gefin út af Auðkenni.


Tilkoma rafrænna skilríkja felur í sér aukna hagræðingu og minni umsýslu fyrir viðskiptavini, þjónustuveitendur, fyrirtæki og stofnanir.

Helstu kostir rafrænna skilríkja eru:

 • Notendanöfnum og lykilorðum á netinu fækkar
 • Einfaldara aðgengi – aðgangur að frekari upplýsingum og þjónustu
 • Aukið öryggi í samskiptum – óprúttnir einstaklingar geta ekki villt á sér heimildir
 • Koma í veg fyrir fölsun – ekki er hægt að breyta gögnum eða villa á sér heimildir
 • Ekki er hægt að hafna skuldbindingum sem gerðar hafa verið með rafrænum hætti (viðskiptasamningar, skattaskil, verðbréfaviðskipti o.fl.)

Virkni örgjörvans á debetkortinu er þríþætt eins og sjá má á mynd hér að neðan. 

 • Auðkenning
  • Rafræn auðkenning t.d. í Heimabanka og á lokuð vefsvæði
 • Undirritun
  • Hægt er að skrifa undir skjöl á öruggan hátt rafrænt
 • Greiðsluvirkni
  • Öruggari greiðslur þar sem korthafi kvittar undir greiðslu með því að slá inn PIN númer

Aðstoð vegna rafrænna skilríkja má nálgast hjá þjónustuveri Auðkennis í síma 530 0000 eða með því að senda skeyti á netfangið hjalp@audkenni.is. Þjónustuver Auðkennis er opið frá 9 - 17 alla virka daga.     

Leita