Rafræn skilríki

Rafræn skilríki í farsíma - auðkenning í heimabanka sparisjóðanna

Hvað eru rafræn skilríki í farsíma / Hvernig virka þau?

Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér PIN-númer til að beita þeim. Rafrænu skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður, engin öpp. Bara að hafa farsímann við höndina, það er það eina sem þarf.

Hvar fæ ég rafræn skilríki í síma?

Einfaldasta leiðin til þess að nálgast upplýsingar um hvernig þú færð rafrænu skilríkin í farsímann þinn er að slá inn farsímanúmerið þitt í reitinn sem birtist hér á vef Auðkennis.

Hvernig virkja ég rafræn skilríki?

Rafræn skilríki getur þú virkjað á öllum afgreiðslustöðum Sparisjóðsins víðs vegar um landið. Einnig er hægt að virkja rafræn skilríki á skráningarstöðum Auðkennis sem bæði eru staðsettar í Kringlunni og Smáralind.

Heimabanki Sparisjóðanna styður nú við rafræn skilríki.