Pappírslaus viðskipti

Frá og með 1. ágúst 2010 verða allir sparnaðar-, tékka- og gjaldreyrisreikningar pappírslausir. Þá hættir Sparisjóðurinn einnig að senda út greiðsluseðla vegna innlendra lána sem og yfirlit og greiðsluseðla vegna kreditkorta.

Hætt verður að senda eftirfarandi pappír þann 1. ágúst 2010:

 • Reikningsyfirlit, AH, SP og IG
 • Kreditkortayfirlit og greiðsluseðla á bæði Visa og MasterCard
 • Áramótayfirlit 
 • Greiðsluseðla innlendra lána

 

Eftirfarandi pappír verður áfram sendur út:

 • Yfirlit til ólögráða einstaklinga
 • Greiðsluþjónustuyfirlitin 
 • PIN númer, fyrir debet- og kreditkort 
 • Lífeyrisyfirlit 
 • Tilkynningar um stofnun nýrra reikninga 
 • Tilkynningar um eyðilagða reikninga 
 • Allar tilkynningar er varða vanskil 
 • Ofl.

 

Öruggari og einfaldari samskipti
Yfirlitin birtast sem áður í Heimabankanum þínum. Pappírslaus viðskipti fela í sér bæði öruggari og einfaldari samskipti. Pósturinn skilar sér alltaf til þín í  heimabankann sem aðeins þú hefur aðgang að.

Sparnaður í þína þágu og umhverfisins
Með því að stunda pappírslaus viðskipti getur þú sparað og um leið myndað umhverfisvænan sparnað og minnkað póstinn sem kemur inn um bréfalúguna.

Umsókn um pappír
Hægt er að sækja um að fá yfirlit og greiðsluseðla á pappír á næsta afgreiðslustað eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa í gegnum síma eða tölvupóst.