Netgreiðsluþjónusta

Betri yfirsýn fjármála og útgjalda

Netgreiðsluþjónustan er hentug leið til þess að halda utan um fjármálin. Hægt er að útbúa eigin greiðsluáætlun í Heimabanka Sparisjóðsins sem heldur utan um alla reikninga heimilisins. Þú ertu þinn fjármálastjóri og getur því aðlagað greiðsluáætlunina að þínum þörfum.
Með þessu getur þú jafnað greiðslubyrðina yfir árið.

Til þæginda fyrir þig

  • Jöfnun greiðslubyrði yfir árið.
  • Ekkert stofngjald, mánaðargjald, endurnýjunargjald, eða breytingargjald
  • Góð yfirsýn yfir fjármálin og útgjöldin
  • Þú stýrir fjármálum á einfaldan og skilvirkan hátt.
  • Bæði hægt að velja greiðsluþjónustu og beingreiðslur

Mikilvægt er að yfirfara greiðsluþjónustuna reglulega og sjá til þess að allt sé í lagi. Ýmsar ytri ástæður geta breytt áætluninni s.s. óvæntir reikningar og hækkandi verðbólga.