Yfirdráttarlán

Yfirdráttarheimild er veitt allt að 150.000 kr. án heimildargjalds. Vextir eru greiddir í lok hvers mánaðar til samræmis við notkun heimildar hverju sinni.

Yfirdráttarheimild til Gulldebetkorthafa

Gulldebetkorthafar geta fengið allt að 600.000 kr. heimild án heimildargjalds. Heimild skal þó ekki vera hærri en sem nemur meðalmánaðarlaunum reikningseiganda. Heimildinni er ætlað að fjármagna aukin fjárútlát vegna venjulegrar neyslu eða sveiflu í útgjöldum.

Nánar um Gulldebetkort

Yfirdráttarheimild fyrir námsmenn

Námsmönnum í lánshæfu námi er veitt allt að 100% yfirdráttarheimild skv. lánsloforði frá LÍN. Nemendur innanlands þurfa að leggja fram lánsloforð frá LÍN en nemendur erlendis sem halda til náms í júlí eða ágúst nægir að leggja fram umsókn um námslán.

Almennt fer heimildin stighækkandi eftir því sem líður á önnina og hún ber aðeins vexti til samræmis við notkun heimildar hverju sinni.

Nánar um Námsmannaþjónustu