Priority Pass

Með Priority Pass, sem er sérstakt forgangskort fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga hans að þeim betri stofum sem tilgreindar eru á heimasíðu Priority Pass, ásamt upplýsingum um þá aðstöðu sem í boði er í hverri flugstöð.

Í betri stofum á flugvöllum er hægt að bíða eftir flugi í algeru næði, lesa blöð, njóta veitinga og losna þannig við öll óþægindi og ónæði sem gjarnan er í fjölsóttum flugstöðvum.
 
Fyrir þá sem þurfa að ljúka brýnum verkefnum er betri stofan kjörinn vettvangur til að hringja, senda símbréf, yfirfara samninga og skjöl og ganga frá skýrslum í notalegu umhverfi.

Priority Pass veitir aðgang að meira en 500 VIP betri stofum í yfir 275 borgum í 90 löndum víðsvegar um heiminn

Frá og með 1. apríl 2009 er greitt fyrir hverja hverja heimsókn í betri stofur erlendis. Gjald fyrir heimsókn fer eftir gjaldskrá hverju sinni, nú 3.400 kr.

Á vefsíðu Prioity Pass, http://www.prioritypass.com/, er hægt að fá upplýsingar um þjónustu og fá allar nýjustu fréttir.
Aðgangsorðið er klúbbnúmerið.