Almennir viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmálar VISA
 
Vakin er athygli á breytingum á úttektartímabili og kortaskilmálum sem taka gildi þann 18.02.2011. 

Breyting hefur verið gerð á úttektartímabili á VISA og MasterCard kreditkortum.  Almennt úttektartímabil verður frá 22. degi hvers mánaðar til 21. dags næsta mánaðar, í stað 18. dags til 17. dags. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi 18. febrúar 2011 og því verður úttektartímabil febrúar nk. frá 18. febrúar til 21. mars.

Febrúar hentar vel í þessa breytingu þar sem hann er styttri en aðrir mánuðir og þar af leiðandi verður úttektartímabilið ekki óeðlilega langt og ætti því ekki að valda korthöfum óþægindum.

Ein helsta ástæða þessa breytinga er að vinnslur taka styttri tíma en áður þar sem sölunótur voru áður handskráðar. Sú vinna var tímafrek og því var nauðsynlegt að hafa nokkra daga til að koma allri skráningu í gegn.

Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á boðgreiðslur eða aðrar fastar greiðslur. Gjalddagi kortanna verður einnig óbreyttur, 2. virka dag næsta mánaðar eftir að úttektartímabili lýkur.

Í hnotskurn:

Frá mars nk. verður almennt úttektartímabil frá 22. hvers mánaðar til 21. næsta mánaðar
Tilfærslan á dagsetningum á eingöngu við um almennu tímabilin en breytilegu tímabilin hjá söluaðilum verða með sama hætti
Nýja tilhögunin hefur ekki áhrif á boðgreiðslur og aðrar fastar greiðslur
Gjalddagi kortanna verður óbreyttur, 2. dag næsta mánaðar eftir að úttektartímabili lýkur
Breyting á almennum viðskiptaskilmálum kreditkorta tekur gildi frá og með 18. febrúar 2011.