Kreditkort

Sparisjóðurinn býður upp á fjölbreytt úrval kreditkorta í samstarfi við VISA. Kortin hafa mismunandi eiginleika með tilliti til árgjalda, fríðinda og ferðatrygginga allt eftir þörfum hvers og eins.

Úttektartímabil kreditkorta sparisjóðsins er frá 22. degi hvers mánaðar til 21. dags næsta mánaðar.

Tegundir kreditkorta

Námsmannakort

  • Snertilaus virkniKreditkort - Námsmannakort
  • Engin færslugjöld
  • Árgjald 4.400 kr. og frítt árgjald fyrir skráða nema
  • Úttektarheimildir reiðufjár innanlands eru 15.000 kr. á sólarhring og 50.000 kr. erlendis

 

 

Silfurkort

  • Snertilaus virkni
  • Engin færslugjöld
  • Fæst sem plúskort
  • Árgjald án Vildarpunkta Icelandair: 4.400 kr.
  • Árgjald með Vildarpunktum Icelandair: 7.150 kr.
  • Veittur er 50% afsláttur af árgjaldi ef ársvelta fer yfir 2.000.000 kr. og 100% afsláttur ef ársvelta fer yfir 2.500.000 kr.
  • Korthafi safnar fimm Vildarpunktum Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af innlendri veltu
  • Árlegt tengigjald við Icelandair Saga Club kostar 1.500 kr. og á móti færast 2.500 Vildarpuntar á reikning korthafa hjá Icelandair
  • Úttektarheimildir reiðufjár innanlands eru 25.000 kr. á sólarhring og 50.000 kr. erlendis

 Gullkort

  • Snertilaus virkni 
  • Engin færslugjöld
  • Fæst sem plúskort
  • Árgjald 15.950 kr.
  • Veittur er 50% afsláttur af árgjaldi ef ársvelta fer yfir 2.500.000 kr. og 100% afsláttur ef ársvelta fer yfir 3.000.000 kr.
  • Korthafi safnar fimm Vildarpunktum Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af innlendri veltu
  • Árlegt tengigjald við Icelandair Saga Club kostar 1.500 kr. og á móti færast 2.500 Vildarpuntar á reikning korthafa hjá Icelandair
  • Úttektarheimildir reiðufjár innanlands eru 50.000 kr. á sólarhring og 100.000 kr. erlendis

 

 Platinum kort

  • Snertilaus virkni
  • Engin færslugjöld
  • Árgjald 25.850 kr.
  • Veittur er 50% afsláttur af árgjaldi ef ársvelta fer yfir 3.000.000 kr. og 100% afsláttur ef ársvelta fer yfir 3.500.000 kr.
  • Korthafi safnar níu Vildarpunktum Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af innlendri veltu
  • Árlegt tengigjald við Icelandair Saga Club kostar 1.500 kr. og á móti færast 2.500 Vildarpunktar á reikning korthafa hjá Icelandair
  • Úttektarheimildir reiðufjár innanlands eru 150.000 kr. á sólarhring og 150.000 kr. erlendis
  • Priority Pass. Njóttu hvíldar á ferðalögum erlendis í 1300 betri stofum í yfir 600 borgum á flugvöllum út um allan heim, meðan beðið er brottfarar, óháð flugfélagi og farrými. Heimsóknargjald er skuldfært á kort handhafa (32 usd - heimsókn korthafa/gest korthafa)

 

Almennar upplýsingar

Úttektargjöld reiðufjár eru skv. verðskrá

Á vefsíðu Raiyd er að finna upplýsingar varðandi aðstoð og neyðarþjónustu Visa 
Rapyd - Aðstoð og neyðarþjónusta

Á vefsíðu Vátryggingarfélags Íslands (VÍS) er að finna upplýsingar um ferðatryggingar kreditkortanna sem eru mismunandi eftir tegund þeirra. Við viljum benda korthöfum á að hafa samband við VÍS vegna fyrirspurna um tryggingar og tjón á ferðalögum, www.vis.is, sími: 560-5000.

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um kortatryggingar sparisjóðanna.  

Almenna viðskiptaskilmála kreditkorta má finna hér.

Spurt og svarað

Hvar finn ég pin númerið mitt?

Pin númer kortsins er aðgengilegt í heimabankanum þínum undir yfirlit - kreditkortayfirlit - kreditkortaupplýsingar.
Ef þú ert ekki með heimabanka er hægt að hafa samband við þinn sparisjóð.

Get ég valið mitt eigið pin númer?

Nei því miður er ekki hægt að velja sér pin númer. Númerin eru ákveðin og reiknuð út af Rapyd. 

Hvað gerist ef ég slæ of oft inn rangt pin númer?

Ef þú slærð inn rangt pin númer þrisvar eða oftar læsist kortið. Hægt er að aflæsa pin númerinu í hraðbanka. Þú getur einnig haft samband við starfsfólk sparisjóðsins sem aðstoðar þig við að aflæsa pin númerinu. 

Hvað geta snertilausar færslur verið háar?

Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 8.000 kr. Samtals geta þær mest farið í 10.500 kr. og þá kallar kortið eftir að nota örgjörva og PIN. Því miður svara sumir posar með „Notið annað kort“ en það þýðir samt að nota eigi örgjörvann.

Færslur eru einnig taldar þannig að hægt er að gera fimm snertilausar færslur en í sjötta skiptið þarf að nota örgjörvann og PIN.

Hvað geri ég ef kortinu er stolið eða það týnist?

Ef þú týnir kortinu þarftu að tilkynna það sem fyrst til sparisjóðsins eða til neyðarþjónustu Rapyd í síma 525-2000, utan opnunartíma sparisjóðsins.

Eru snertilausar færslur öruggar?

Snertilausar færslur eru í notkun víðs vegar um heiminn og hafa gefið góða raun. Greiðslukort sparisjóðsins eru alþjóðleg VISA kort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það er auðvelt að greiða snertilaust en öryggisráðstafanir lágmarka möguleika á misnotkun. 

Við viljum benda korthöfum samt sem áður að gæta vel að greiðslukortum sínum og tilkynna til okkar ef kort glatast eða því er stolið. Sé greiðslukorti með snertilausri virkni stolið og þjófurinn nær að taka af því fé án þess að nota pin númerið ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. 

Einnig er mikilvægt að passa vel upp á pin númer sitt. Því miður eru dæmi um að þjófar fylgist með þegar pin númer er slegið inn og steli síðan kortinu. Slík tjón eru á ábyrgð korthafa. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?