Greiðsluþjónusta

Láttu okkur sjá um að greiða reikningana!

Greiðsluþjónusta sparisjóðsins er þægileg og örugg þjónusta sem hjálpar til við að ná jafnvægi á útgjaldasveiflur heimilisins. Þjónustufulltrúi gerir greiðsluáætlun þar sem greiðslur eru jafnaðar niður á 12 mánaða tímabil. 

Kostir greiðsluþjónustu:

  • Jöfn greiðslubyrði yfir árið
  • Góð yfirsýn yfir fjármálin og útgjöldin
  • Tímasparnaður
  • Engin vanskilagjöld

Gott er að yfirfara greiðsluþjónustuna reglulega og sjá til þess að allt sé í lagi. Ýmsar ytri ástæður geta breytt áætluninni s.s. óvæntir reikningar og hækkandi verðbólga.

Beingreiðslur

Sparisjóðurinn sér um að skrá sjálfkrafa skuldfærslu reikninga frá ákveðnum fyrirtækjum beint af bankareikningi þínum. Reikningseigandi þarf að sjá til þess að næg ráðstöfun sé á bankareikningnum. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?